Ættfræðiheimasíðan mín

Sitt lítið af hverju, héðan og þaðan úr heiminum :-)

Guðmundur Sigurður Þorgrímsson Thorgrímsen (1838 - 1923)

Langa-langafi minn Guðmundur Sigurður Þorgrímsson Thorgrímsen (f. 19. apr 1838), var sonur Þorgríms Guðmundssonar Thorgrímsen (f. 30. mars 1788) og konu hans Ingibjargar Guðmundsdóttur (f. 1800). Ég er komin af honum í beinan karllegg.

Velkomin(n)!

Ég heiti Rakel Bára Þorvaldsdóttir og þetta er heimasíðan mín :-)

Þessi heimasíða er í stöðugri vinnslu og verður væntanlega aldrei alveg fullgerð, en það gerir bara ekkert til. Ég hef mikinn áhuga á ættfræði, bæði því sem snýst að minni eigin fjölskyldu, sem og ættfræði Vestur-Íslendinga og ættfræði almennt. Eftir að hafa búið lengi í Danmörku hef ég líka aðeins grúskað í danskri ættfræði.

Öll gögn sem ég hef sett inn á síðuna krefjast aðgangskóða til þess að hægt sé að skoða þau. Ef þig langar að skoða eitthvað hjá mér, hefur einhverjar áhugaverðar upplýsingar eða bara langar að segja hæ, þá er þér velkomið að hafa samband :-) Ef þig langar í þína eigin ættfræðisíðu get ég einnig aðstoðað þig við uppsetningu og að komast í gang.

Ef þú vilt styðja þessa heimasíðu geturðu notað Paypal :-)

Bjarni Tjörfason (1873 - 1930)

Langafi minn Bjarni Tjörfason (f. 6 ágú. 1873), var sonur Tjörfa Jónssonar (f. 2 feb. 1841) og konu hans Ingunnar Jónsdóttur (f. 1837). Ég er komin af honum í beinan kvenlegg.