Ég hef mjög gaman af ættfræðigrúski og hef í gegnum árin tekið eftir því hversu erfitt getur verið að finna upplýsingar um íslenska bóndabæi og hús.  Eftir smávegis íhugun ákvað ég að byrja á þessari heimasíðu þar sem ég ætla að safna saman hinum ýmsu upplýsingum sem varða þetta efni.  Ég ætla að vinna þetta við hliðina á ættfræðigrúskinu þannig að þetta verður í stöðugri vinnslu hjá mér og enginn bær/ekkert hús verður með fullkomlega tæmandi úttekt - svo bjartsýn er ég ekki, að ég haldi að ég geti fundið ALLT fram fyrir hverja og eina staðsetningu.  En vonandi eykst þetta smátt og smátt þannig að eitthvað gagn og/eða gaman má hafa af.

Ég býst við að það eigi eftir að læðast inn villur hjá mér, þó svo ég reyni að vanda mig, og mun með þakklæti taka á móti ábendingum um slíkt.  Það sama gildir ef þú lesandi góður, lumar á einhverjum upplýsingum sem þú vilt leyfa mér að deila hér á síðunni.  Ég reyni að setja þetta upp þannig að auðvelt sé að finna þær upplýsingar sem maður leitar að, vonandi á það eftir að takast hjá mér, en ef svo er ekki þá má mjög gjarnan benda mér á það.  Í stuttu máli sagt: Ekki hika við að hafa samband við mig!

 

 Það er hægt að finna staði á tvo vegu - annars vegar með því að finna staðinn á korti, og hinsvegar með því að finna staðinn eftir nafni.

 

 


Deprecated: Methods with the same name as their class will not be constructors in a future version of PHP; plgK2FbComments_K2 has a deprecated constructor in /home/kalastad/public_html/hafdal.dk/bæir/plugins/k2/fbcomments_k2/fbcomments_k2.php on line 16
  • Bóndabær   Þurrabúð  Eyðibýli
     blue  green  purple